Útgáfuhóf

upplestur
Mér á hægri hönd er Ísabella dóttir mín, mér til halds og trausts og passar vel upp á rósina mína á meðan ég les upp úr bókinni.

Þann 25. júní var haldið útgáfuhóf í bókabúð Máls og Menningar. Mér til ómældrar ánægju mættu margir og þar á meðal gamlir vinir og kunningjar sem ég hafði ekki séð áratugum saman.

Mig langar að þakka öllum þeim sem mættu, þetta var stórskemmtileg upplifun. Ég hef ekki þurft að skrifa svona mikið síðan ég skrifaði bókina. 🙂

 

 

 

utgafuhof2
Huginn Thor Grétarsson kynnir bókina

Útgáfan Óðinsauga á þakkir skilið fyrir að styðja við óþekkta höfunda og gefa þeim tækifæri á að koma sér út á markaðinn.

 

 

 

egogaudur
Ég að afhenda Auði A. Hafsteinsdóttur bók mína til rýni.