Rýni frá Auði A. Hafsteinsdóttur

auduAuður A. Hafsteinsdóttir Róbert Marvin hefur stundað skriftir síðan 1997. Sögur eftir hann hafa birst í smásagnakeppnum og árið 2013 vann hann Gaddakylfuna. Þetta stendur m.a. aftan á bókarkápu. En Róbert hefur átt smásögur í amk. Tveimur smásagnasöfnum svo hér er ekki um neinn nýgræðing að ræða.
Hans fyrsta skáldsaga ,, Konur húsvarðarins“ ber þess merki að þarna er hæfileikaríkur höfundur á ferð.
Aðalpersónan er skrímsli sem Róbert Marvin tekst afar vel að skapa svo það vekur upp hroll. Bókin er afskaplega vel skrifuð. Það er stundum flökkt aftur og fram í tímann og einnig fannst mér sumir kaflarnir vera líkast smásögu, en þeir tvinnast fljótt og vel inn í söguþráðinn.
Það er mikil spenna í bókinni, óhugur og grimmd allsráðandi. Sagan er látin gerast hér á landi en mér finnst ekki trúverðugt að svona hræðilegir atburðir eigi sér stað hérna í okkar samfélagi. Skelfing, ótti, samtök…
Fléttan er ansi víð en mjög góð. Maður veit aldrei hvað kemur næst.
Ég vil ekki skrifa um söguþráðinn, vil ekki láta neitt uppi. Fólk verður einungis að lesa og upplifa.
Endirinn kemur verulega á óvart en nokkrir lausir endar sem hefði mátt hnýta betur finnst mér.
Langar til að nefna kápuna, en hún á einstaklega vel við og einnig nafn bókarinnar.
,,Konur húsvarðarins“ eftir Róbert Marvin Gíslason er kyngimagnaður hryllingsspennuþriller. Ég opnaði bókina og byrjaði að lesa og lokaði henni ekki aftur fyrr en ég var búin með hana.

Rýni á Konur húsvarðarins

Hildur Enóla 2015/07/26 @ 13:41
“Hasar, hryllings-háspenna sem heldur fyrir manni vöku og veldur svo martröðum.”
☆☆☆☆½
Þó ég hafi verið búin að sjá hið frábæra bókasýnishorn sem höfundurinn hafði sett saman var ég samt engan vegin viðbúin því að bókin væri svona hrollvekjandi. Allt ógeðið kom mér gersamlega á óvart, enda er þetta ein beinskeyttasta hryllingsbók sem ég hef lesið. Það er lítið verið að fela undir yfirborðinu, glæpirnir og pyntingarnar eru beint í æð og ekki einu sinni saklaus börnin er óhult fyrir þessum glæpamönnum.
Spennan rígheldur manni við lesturinn og söguframvindan kemur sífellt á óvart. Það eru margar og fjölbreyttar sögupersónur og sjónarhornið fer á milli nokkurra aðalpersónanna. Skiptingin er alltaf skýr og afmörkuð af kaflaskiptum. Það gefur sögunni í heild sinni aukna dýpt að fá að upplifa hana bæði út frá sjónarhorni kvalalostafullra morðingja og fórnarlömba þeirra. Eini galli bókarinnar er að sögupersónur eru það margar að það verður smá saman erfitt að henda reiður á þeim og tengingunum á milli þeirra. Á móti kemur að sagan verður jafnvel ennþá betri við annan lestur.
Bók sem enginn spennufíkill ætti að láta fram hjá sér fara.
Ég gef bókinni 4 og ½ stjörnu.

Rýni frá Auði A. Hafsteinsdóttur

audur ryni