How I Wrote My First Novel

howiwroteÉg var beðinn um að skrifa grein um hvernig ég fór að því að skrifa mína fyrstu skáldsögu. Þegar ég var kominn áleiðis með greinina sá ég að ég náði engan veginn að koma þessu frá mér í fáum málsgreinum þannig að ég fékk þá hugmynd um að skrifa bók um ferlið. Það er fullt af fólki þarna úti sem gengur með bók í maganum og annaðhvort þorir ekki að byrja eða veit ekki alveg hvað það er að fara út í. Ég þekki það sjálfur frá því að ég byrjaði að skrifa að það var lítið sem ekkert sem maður gat stuðst við þegar maður var að ströggla við að skrifa. En í dag er haugur af auðlindum þarna úti og bendi ég á nokkrar þeirra í bókinni.

Ég ákvað að skrifa bókina á ensku því mig langaði til að prófa að gefa út rafbók á Amazon. Það hef ég nú gert og langar mig að benda áhugasömum á bókina sem má nálgast hér. How I Wrote My First Novel

Ég vill þakka Hildi Enólu þann stuðning sem hún veitti mér í gegnum ferlið, en hún aðstoðaði mig við að rýna verkið og benti mér á fagaðila sem fóru yfir verkið.

Höfundasíðu mína á Amazon má finna hér. Róbert Marvin Author page

 

Ný umsögn á Goodreads

einarEinar Níelssen hefur skrifað umsögn um Konur húsvarðarins á Goodreads.

“Konur húsvarðarins er vel skrifuð bók. Textinn rann afskaplega mjúklega í gegn og í raun betur en í mörgum íslenskum bókum. Róbert er greinilega efnilegur rithöfundur og vert að fylgjast með honum í framtíðinni. Það er þó ekki hægt að segja að bókin sé án galla. Sumir kunna e.t.v. að kvarta yfir ofbeldi og að það sé ekki raunhægt í íslensku samfélagi en það er mjög ósanngjörn gagnrýni. Stephen King og Lee Child skrifa bækur sem eru algerlega ótrúverðugar en þykja hin besta skemmtun. Svo ég áfellist höfundinum ekkert að leyfa sér meira en íslenskur raunveruleiki bíður upp á.

Að mínu mati er annað sem höfundur hefði þurft að athuga. Ég hef heyrt að Konur húsvarðarins hafi upphaflega átt að vera smásagnasafn og það skín dálítið í gegnum textann. Sagan hoppar mikið til í tíma, persónur eru of margar og þeim er ekki gefið nægilega mikið pláss til að dafna og verða eftirminnileg. Þetta gerir söguþráðinn ruglingslegan og hefði til dæmis mátt sameina nokkrar persónur til að einfalda þræði sögunnar. Auk þess hefði meiri vinna leyft höfundi að bæta við hlutum sem hefðum styrkt mikilvægar persónur. Til dæmis kemur persóna í lokin sem hefur lítið verið fjallað um frá fyrstu blaðsíðum bókarinnar.

Bókin er hæfilega stutt sem ég kann vel að meta og próar eitthvað nýtt sem ég hef sjaldan séð í íslenskum bókmenntum. Ég mæli með henni fyrir þá sem hafa gaman af bandarískum fjöldamorðingja bókum. Þetta er aftur á móti ekki hefðbundinn íslenskur krimmi og hentar hún líklega ekki þeim sem vilja bara lesa eitthvað svipað og Arnald eða yrsu.”

Umsögn á Goodreads

Útgáfuhóf í bóksölunni IÐU

Ég ásamt hópnum smasogur.com heldum útgáfu hóf í bókabúðinni IÐU á Lækjargötu í dag klukkan 14:00. Þó veðrið hafi ekki boðið upp á þvæling þá kom fólk í jólaskapi til að fagna með okkur útgáfunni á smásagnasafninu Jólasögur. Þessi bók er safn af fjórtán jólasögum eftir níu höfunda. Fjöldi fólks mætti til að gleðjast með okkur og njóta upplesturs á sögunum sem og nettra veitinga.

Ég á þrjár sögur í þessarri bók.

  • Gjöf handa mömmu
  • Minning
  • Þegar jólasveinninn villtist

útgáfuhóf

Jólasögur eru í einkasölu hjá bóksölunni IÐU, en það er einnig möguleiki að panta hér af vefsíðunni. Bókin var prentuð í takmörkuðu upplagi og er von á að hún seljist fljótt upp.
Ef viðtökur eru góðar þá má vel vera að bókin verði endurprentuð árlega, þar sem sögurnar eru í raun tímalausar og fullkomnar sem jólagjöf.

Við hjá Smásögum þökkum starfsfólkinu í IÐU fyrir alla aðstoðina og vonum að lesendur njóti þess að lesa sögurnar okkar með nokkrum konfekt molum.

Gleðileg jól.

 

Gefðu jólasögur í jólagjöf

coverSmásagnasafnið Jólasögur sem hópurinn Smásögur gefur út fyrir þessi jól hefur að geyma fjórtán frábærar smásögur eftir níu rithöfunda. Höfundarnir túlka allir jólastemminguna á afar ólíkan hátt. Samt tekst þeim öllum að fanga lesandann og draga hann inn í hugarheim jólanna.

Hér eru fjölskyldur sameinaðar og sundraðar. Ástin leynist í jólaösinni, á meðan aðrir syrgja. Reiður draugur mætir í jólamessuna. Litlir fuglar syngja glæður í ástina og gefa einmana sálum von um betra líf. Nágrannar keppast um að vera með bestu jólaskreytinguna. Börnin líða fyrir jólastressið og sumar jólagjafir verða skelfingu lostnar, þegar þeim er pakkað inn. Ástfangin geimvera birtist á sjálfan aðfangadag. Jólasveinarnir villast og kannski flytur norn í bæinn.

Já allt getur gerst og allir í fjölskyldunni ættu að geta fundið sína uppáhalds jólasögu.

Bókin kemur í takmörkuðu upplagi og má tryggja sér eintak með að kaupa hana hér á vefnum.

Smelltu hér til að gefa Jólasögur í jólagjöf.