Róbert Marvin Gíslason

11412198_10153302889167527_1649877865782871924_nÉg heiti Róbert Marvin Gíslason og er fæddur í desember árið 1972. Ég er tölvunarfræðingur og rithöfundur í hjáverkum og á fjögur börn. Ég er uppalin í Reykjavík og eyddi fyrstu árum ævi minnar á Hverfisgötunni. Síðar flutti ég í Breiðholtið og bjó þar lengst af.

Menntun mín hófst í Fellaskóla og þaðan lá leið mín í Fjölbrautaskólann í Breiðholti á viðskiptafræðibraut.
Eftir framhaldsnámið kynntist ég netagerð í Hampiðjunni þar til ég hóf nám við félagsfræði í Háskóla Íslands.

Ég fékk vinnu sem sölumaður og bílstjóri hjá útgáfufyrirtækinu Fróði í nokkur ár og hóf svo störf sem lagerstjóri hjá Mjólkursamsölunni þar sem ég stundaði kvöldnám í kerfisfræði í Rafiðnaðarskólanum samhliða starfinu. Ég kynntist forritun um svipað leiti og ég byrjaði að skrifa sögur.

Eftir útskrift vann ég við tölvutengd störf í um sex ár og hélt svo áfram námi við Háskólann í Reykjavík þar sem ég nam kerfisfræði í kvöldnámi.
Ég kynntist konu minni í rétt fyrir hrun sem var um það leiti sem ég útskrifaðist 2009 og fluttist búferlum til Svíþjóðar og kláraði tölvunarfræði námið við Gautaborgar háskóla. Við bjuggum í Svíþjóð í sex ár en urðum að flytja heim sökum veikinda í fjölskyldunni.

Ég vann fimm ár hjá Jeppesen sem er Boeing fyrirtæki við forritun. Nú starfa ég sem forritari hjá Sabre Airline Solutions.

Í þeirri endurgjöf sem ég hef fengið frá mínum yfirmönnum og samstarfsmönnum, þá hefur verið sagt um mig að ég sé þægilegur í umgengni, skemmtilegt að vinna með mér og að ég hafi jákvæð áhrif á þá sem ég vinn með.
Ég er skapandi í hugsun og er útgefinn rithöfundur. Ég tek upplýstar ákvarðanir og hef traust, heiðarleika og gagnsæi að leiðarljósi. Mér er einnig sagt að ég sé áreiðanlegur, heiðarlegur og snöggur að framkvæma það sem ég tek mér fyrir hendur.

13 Krimmar komnir úr prentun

13Krimmar1000Smásagnasafnið 13 Krimmar er komið úr prentun og fæst hér árituð á vefnum. Ég á þrjár sögur í þessari bók:

Góða nótt
Hús númer fimmtán
Rauðhetta

Útgáfuhóf verður tilkynnt síðar.

Þegar níu rithöfundar með sama ásetning hittast á vettvangi, þá flæðir blóðið úr pennunum.

Morðingjar leika lausum hala. Óhugnanleg leyndarmál leynast undir yfirborðinu og teygja sig inn um gluggana. Barnaníðingar þefa uppi fórnarlömb og jafnvel tónlistin er eitruð og líkin dansa í tunglsljósinu.

Fórnarlömb gægjast upp úr gröfum sínum til að leita hefnda.

Þegar níu höfundar skrifa um glæpi, er enginn öruggur í þessum heimi.

Jóhann G. Frímann, prófarkarlesari (ritsnilldmail.com)
“Það verður enginn svikinn af þessari bók. Þrettán krassandi glæpasögur sem fá hárin til að rísa.”

The trip to Krakow

IMG_4405 copyWhen I learned that I was visiting Krakow, I knew that I had to visit the infamous extermination camps in Auschwitz and Birkenau, known as Auschwitz I and Auschwitz II.

Visiting these sites was a haunting experience that will stay with me for the rest of my life.

It was allowed to take photos on the camps except on two occasions were we saw the hair of the victims and the torture chambers in block 11 also known as Death block.

The museum is visited by 1.5 million people each year, which is approximately the number of people that were killed there.

Only around 200 people managed to escape these death camps.

May these atrocities never be forgotten.

Auschwitz – Birkenau

 

13 Krimmar

13Krimmar100013 krimmar er smásagnasafn níu höfunda. Við erum virkur hópur og þetta verður okkar fimmta bók! En hvað segir þú um að hjálpa okkur pínulítið með prentkostnaðinn?

Fjáröflunarverkefni 13 Krimmar

Smásögur hefur verið starfandi frá því 2012.

Við erum opinn hópur rithöfunda sem vill efla stöðu smásögunnar, koma nýjum höfundum á framfæri með frumkvæði og sjálfsútgáfu.

Áður hefur hópurinn gefið út:

 

  1. Rithringur.is 2012
  2. Þetta var síðasti dagur lífs þíns 2013
  3. Skuggamyndir 2014
  4. Jólasögur 2015

Þetta er í fyrsta skipti sem við reynum að fá fjárframlög til að hjálpa okkur yfir þröskuldinn sem prentkostnaðurinn er. Með því að hjálpa okkur tryggir þú þér bók og ef til vill líka smá skemmtun.

Ef þú ert líka rithöfundur eins og við, þá er þér velkomið að ganga í hópinn. Við erum á facebook og heitum Smásögur þar, einnig erum við með vefsíðunaSmasogur.comþar sem þú getur lesið meira um okkur.

Bráðum förum við að kjósa um þema næstu bókar! Vilt þú taka þátt?

Ef þú sérð þér ekki fært að styrkja okkur með því að kaupa bók, værir þú samt til í að deila fjáröflunarviðburðinum?

Short, interesting and helpful

I really enjoyed this book. It’s very short, but the author has an engaging, slightly Robert Marvinsquirky style that pulled me in and held my interest. With non-fiction books, I always think I’ve had good value if I come away with useful ideas, and this book had several. I’d have liked it to have a bit more about the actual process of balancing writing with a work/family background, but maybe there can be a sequel….

5stars