Gleðilegt ár!

Celebration

Viðburðaríku ári að ljúka.

  • Tengdafaðir minn lést úr krabbameini á þessu ári.
  • Tvær fasteignir seldar og ein keypt.
  • Nýr fjölskyldumeðlimur bættist við (Lotta).
  • Mín fyrsta barnabók leit dagsins ljós (Litakassinn)
  • Ritstýrði annari bókinni í smásagnaseríunni og gaf út 3 smásögur sem finna má í 13 Krimmar.
  • Heimsótti Auschwitz.
  • Tvær ferðir til Skotlands.
  • Varð vitni að stórkostlegum árangri landsliðsins í fótbolta.
  • Fór í framboð fyrir Pírata og endaði á framboðslista.
  • Tók þátt í mótmælum eftir birtingu Panamaskjalanna.
 
Ég er eflaust að gleyma einhverjum mílusteinum, en ég vona að næsta ár verði rólegra. Ég stefni þó að því að gefa út skáldsögu á nýju ári.
 
Ég óska fjölskyldu nær og fjær, vinum og lesendum mínum gleðilegs árs.

Litakassinn er kominn í búðir

litakassinn
Litirnir í litakassanum fara á stjá. Áður en þeir vita af blandast þeir og upp spretta nýir og spennandi litir. Á sama tíma og börn kynnast litunum, fræðast þau um umferðarljósin.

Þessa sögu skrifaði ég fyrir elstu börnin mín Perlu og Róbert svo þau gætu fræðst aðeins um hvernig litirnir verða til og hvað gerist þegar þeir blandast. Mér fannst viðeigandi að kenna þeim á umferðaljósin í leiðinni þar sem þar eru litir sem börn verða að læra um.

Undiraldan í bókinni er svo fjölbreytileikinn og að stundum er ekki hægt að gera hlutina einn. Ef við hjálpumst að, þá er allt hægt.

Red symmetry

500px Photo ID: 173351201 -
Keel

I found this old boat wreck in the harbor of Kópavogur when I was hunting for photos for my photo project and noticed the beautiful symmetry in the keel.

I didn’t have to edit the photo much as it was already standing out from the crowd.

Róbert Marvin Gíslason

11412198_10153302889167527_1649877865782871924_nÉg heiti Róbert Marvin Gíslason og er fæddur í desember árið 1972. Ég er tölvunarfræðingur og rithöfundur í hjáverkum og á fjögur börn. Ég er uppalin í Reykjavík og eyddi fyrstu árum ævi minnar á Hverfisgötunni. Síðar flutti ég í Breiðholtið og bjó þar lengst af.

Menntun mín hófst í Fellaskóla og þaðan lá leið mín í Fjölbrautaskólann í Breiðholti á viðskiptafræðibraut.
Eftir framhaldsnámið kynntist ég netagerð í Hampiðjunni þar til ég hóf nám við félagsfræði í Háskóla Íslands.

Ég fékk vinnu sem sölumaður og bílstjóri hjá útgáfufyrirtækinu Fróði í nokkur ár og hóf svo störf sem lagerstjóri hjá Mjólkursamsölunni þar sem ég stundaði kvöldnám í kerfisfræði í Rafiðnaðarskólanum samhliða starfinu. Ég kynntist forritun um svipað leiti og ég byrjaði að skrifa sögur.

Eftir útskrift vann ég við tölvutengd störf í um sex ár og hélt svo áfram námi við Háskólann í Reykjavík þar sem ég nam kerfisfræði í kvöldnámi.
Ég kynntist konu minni í rétt fyrir hrun sem var um það leiti sem ég útskrifaðist 2009 og fluttist búferlum til Svíþjóðar og kláraði tölvunarfræði námið við Gautaborgar háskóla. Við bjuggum í Svíþjóð í sex ár en urðum að flytja heim sökum veikinda í fjölskyldunni.

Ég vann fimm ár hjá Jeppesen sem er Boeing fyrirtæki við forritun. Nú starfa ég sem forritari hjá Sabre Airline Solutions.

Í þeirri endurgjöf sem ég hef fengið frá mínum yfirmönnum og samstarfsmönnum, þá hefur verið sagt um mig að ég sé þægilegur í umgengni, skemmtilegt að vinna með mér og að ég hafi jákvæð áhrif á þá sem ég vinn með.
Ég er skapandi í hugsun og er útgefinn rithöfundur. Ég tek upplýstar ákvarðanir og hef traust, heiðarleika og gagnsæi að leiðarljósi. Mér er einnig sagt að ég sé áreiðanlegur, heiðarlegur og snöggur að framkvæma það sem ég tek mér fyrir hendur.

13 Krimmar komnir úr prentun

13Krimmar1000Smásagnasafnið 13 Krimmar er komið úr prentun og fæst hér árituð á vefnum. Ég á þrjár sögur í þessari bók:

Góða nótt
Hús númer fimmtán
Rauðhetta

Útgáfuhóf verður tilkynnt síðar.

Þegar níu rithöfundar með sama ásetning hittast á vettvangi, þá flæðir blóðið úr pennunum.

Morðingjar leika lausum hala. Óhugnanleg leyndarmál leynast undir yfirborðinu og teygja sig inn um gluggana. Barnaníðingar þefa uppi fórnarlömb og jafnvel tónlistin er eitruð og líkin dansa í tunglsljósinu.

Fórnarlömb gægjast upp úr gröfum sínum til að leita hefnda.

Þegar níu höfundar skrifa um glæpi, er enginn öruggur í þessum heimi.

Jóhann G. Frímann, prófarkarlesari (ritsnilldmail.com)
“Það verður enginn svikinn af þessari bók. Þrettán krassandi glæpasögur sem fá hárin til að rísa.”