Ný bók væntanleg í haust

Ég hef ekki setið auðum höndum síðan að spennutryllirinn Konur húsvarðarins kom út. Í haustmánuðum mun koma út ný skáldsaga eftir mig sem ber nafnið UMSÁTUR, en Draumsýn bókaforlag mun gefa hana út.

Ég mun deila upplýsingum um útgáfudagsetningu um leið og hún kemur og svo býst ég við öllum sem hafa fylgst með mér að mæta í útgáfuhófið sem verður tilkynnt síðar.

Hér að neðan má sjá bóka trailer sem ég útbjó fyrir bókina  sem gefur ykkur smá forsmekk af því sem koma skal.