Gleðilegt ár!

Celebration

Viðburðaríku ári að ljúka.

  • Tengdafaðir minn lést úr krabbameini á þessu ári.
  • Tvær fasteignir seldar og ein keypt.
  • Nýr fjölskyldumeðlimur bættist við (Lotta).
  • Mín fyrsta barnabók leit dagsins ljós (Litakassinn)
  • Ritstýrði annari bókinni í smásagnaseríunni og gaf út 3 smásögur sem finna má í 13 Krimmar.
  • Heimsótti Auschwitz.
  • Tvær ferðir til Skotlands.
  • Varð vitni að stórkostlegum árangri landsliðsins í fótbolta.
  • Fór í framboð fyrir Pírata og endaði á framboðslista.
  • Tók þátt í mótmælum eftir birtingu Panamaskjalanna.
 
Ég er eflaust að gleyma einhverjum mílusteinum, en ég vona að næsta ár verði rólegra. Ég stefni þó að því að gefa út skáldsögu á nýju ári.
 
Ég óska fjölskyldu nær og fjær, vinum og lesendum mínum gleðilegs árs.