Gleðilegt ár og þökk fyrir það gamla

Facebook er ágætis miðill til að geyma þær stundir sem maður vill ekki gleyma. Þegar ég rifja upp árið, þá var það viðburðaríkt svo vægt sé til orða tekið.

2017

Janúar

Skiptum um bíl fengum okkur Outlander í staðinn fyrir Priusinn. Ætluðum að draga fellihýsi um sumarið og maður dregur ekkert á hybrid bíl.

Febrúar

Skipti um vinnu og allt kaffærðist í snjó.

Mars

Byrjaði hjá Novomatic Lottery Solutions af fullum krafti með flottu fólki. Bónus hvað vinnustaðurinn er nálægt heima.

Apríl

Skruppum til Kanarí til að fá forsmekk af sumrinu.

Maí

Þrjú af börnum mínum urðu eldri og ég Róbert Dagur fórum á mjög eftirminnilega Rammstein tónleika.

Júní

Þróaði einkenni tennis olboga á því að mála girðinguna í garðinum. Tók bílskúrinn í gegn og málaði. Gaf út smásagnasafnið Drama.

Júlí

Fórum í fornleifaferð til vestfjarða á Outlandernum með fellihýsi í eftirdragi. Heimsótti eyðibýlið að Austmannsdal sem móðir mín bjó sem barn. Skruppum til Svíþjóðar og þræddum Astrids Lindgrens Varld. Fékk Draumsýn sem útgefanda að bókinni minni Umsátur.

Ágúst

Það sem var eftirminnilegast var golf partý sem ég og Sirrý fórum í. Stórskemmtileg ferð sem verður vonandi endurtekin.

September

Önnur glæpasagan mín Umsátur kemur út og fer beint á metsölulistann.

Október

Fórum til Ameríku að heimsækja Davin litla og fjölskyldu. Fórum í þyrluferð yfir Grand Canyon og spilaði golf með Margarítu í annarri í eyðimörkinni.

Nóvember

Hlífðum Páli Óskari við heimsókninni sem hann lofaði og heimsóttum hann í staðinn. Mikil kynningastarfsemi á Umsátri. Upplestur í bókasafni kópavogs. Kynning á útvarpi sögu og svo hitti ég einn af betri glæpasagnahöfund þjóðarinnar Yrsu Sigðurardóttur í bókaklúbbi.

Desember

Heimsótti sögusvið Umsáturs Stykkishólm. Las upp úr bókinni og áritaði fyrir heimamenn. Fékk frábæra umsögn í Stykkishólmspóstinum og viðtal í Mogganum sem birtist á aðfangadag.

Takk fyrir mig og gleðilegt ár.