DRAMA

Nú styttist í að þriðja bókin sem ég ritstýri á vegum Smasogur.com líti dagsins ljós. En ég hef tekið þátt síðan 2013 þegar bækurnar voru enn gefnar út af Óðinsauga.

Ekki er útgáfan bara orðin sjálfbær og sér um alla útgáfustarfsemi sjálft, heldur er þessi grasrótarfélagskapur að breytast í félagasamtök á næstu dögum.

Mér er það mikill heiður að hafa tekið þátt í þessu starfi sem gerir nýjum höfundum kleift að halda út á ritvöllinn og gefa út sína fyrstu smásögu. Ef það væri ekki fyrir fólk sem tryði á mig og félög sem þetta þá hefði ég eflaust ekki gefið út mínar tvær bækur með þá þriðju á rásmarkinu.

Ég er stoltur að eiga eina sögu í þessu smásagnasafni sem ber nafnið Hringrás. Við í Smásögum vonumst til að koma efninu fljótlega í prentun svo þið hafið eitthvað skemmtilegt að lesa í sumar.

Ég hvet að lokum alla sem hafa sögu í maganum að hafa samband við félagið, en það má sækja upplýsingar og efni á síðunni smasogur.com.