Um mig

11412198_10153302889167527_1649877865782871924_n

Ég heiti Róbert Marvin Gíslason og er fæddur 1972 í desember. Ég er tölvunarfræðingur að mennt og rithöfundur í hjáverkum.
Ég er uppalin í Reykjavík og eyddi fyrstu árum ævi minnar á Hverfisgötunni. Síðar flutti ég í Breiðholtið og bjó þar lengst af.

Ég kynntist snemma sveitastörfum og varði mörgum sumrum í sveit ýmsum bæjum á suðurlandi frá átta ára aldri. Ég starfaði við fiskvinnslu sem unglingur ásamt ýmsum störfum hjá borginni. Þar á meðal varði ég sumri við að vinna með fötluðum, sem var mjög gefandi og þroskandi starf.

Menntun mín hófst í Fellaskóla og þaðan lá leið mín í Fjölbrautaskólann í Breiðholti þar sem viðskiptafræði varð fyrir valinu.
Eftir framhaldsnámið kynntist ég netagerð í Hampiðjunni þar til ég hóf nám við félagsfræði í Háskóla Íslands.

Ég starfaði sem sölumaður og bílstjóri hjá útgáfufyrirtækinu Fróði í nokkur ár og hóf svo störf sem lagerstjóri hjá Mjólkursamsölunni þar sem ég stundaði kvöldnám í kerfisfræði í Rafiðnaðarskólanum samhliða starfinu. Ég kynntist forritun um svipað leiti og ég byrjaði að skrifa sögur og féll fyrir faginu.
Eftir útskrift vann ég við tölvutengd störf í um sex ár og hélt svo áfram námi við Háskólann í Reykjavík þar sem ég nam kerfisfræði í kvöldnámi.

Ég kynntist konu minni í hruninu sem var um það leiti sem ég útskrifaðist 2009 og fluttist búferlum til Svíþjóðar og kláraði tölvunarfræði námið við Gautaborgar háskóla. Ég bjó í Svíþjóð í 6 ár, en þurfti að flytja heim sökum veikinda í fjölskyldunni.

Ég vann fimm ár hjá Jeppesen sem er Boeing fyrirtæki við forritun, vann sem forritari hjá Sabre Airline Solutions og er nú forritari hjá Novomatic Lottery Solutions.

Ég hef stundað skriftir síðan 1997 og þá aðallega smásögur. Sögur eftir mig hafa verið birtar í tímaritum og 2013 vann ég Gaddakylfuna.

Í júní 2015 kom út mín fyrsta skáldsaga. “Konur húsvarðarins”.

Um jólin 2016 kom barnabókin “Litakassinn” út.

 

Þann 15. september kom út glæpasagan “Umsátur”