Útgáfuhóf 21. september

Í tilefni af útgáfu annarar glæpasögu minnar UMSÁTUR verður haldið útgáfuhóf í Eymundsson Kringlunni þann 21. september klukkan 17:30.

 

Lesið verður upp úr bókinni og léttar veitingar verða á boðstólum. Ég árita bækur sem verða á sérstökum útgáfuafslætti.

Hlakka til að sjá ykkur.

Umsátur farin í prentun

Það er undarleg tilfinning að sleppa tökunum á svona verkefni sem maður hefur verið með í höndunum í lengri tíma. Maður vill alltaf nostra lengur við, en tíminn er kominn.
Umsátur er farin í prentun og er væntanleg í september.

Ég verð að viðurkenna að ég er mjög spenntur.

Ný bók væntanleg í haust

Ég hef ekki setið auðum höndum síðan að spennutryllirinn Konur húsvarðarins kom út. Í haustmánuðum mun koma út ný skáldsaga eftir mig sem ber nafnið UMSÁTUR, en Draumsýn bókaforlag mun gefa hana út.

Ég mun deila upplýsingum um útgáfudagsetningu um leið og hún kemur og svo býst ég við öllum sem hafa fylgst með mér að mæta í útgáfuhófið sem verður tilkynnt síðar.

Hér að neðan má sjá bóka trailer sem ég útbjó fyrir bókina  sem gefur ykkur smá forsmekk af því sem koma skal.

 

DRAMA

Nú styttist í að þriðja bókin sem ég ritstýri á vegum Smasogur.com líti dagsins ljós. En ég hef tekið þátt síðan 2013 þegar bækurnar voru enn gefnar út af Óðinsauga.

Ekki er útgáfan bara orðin sjálfbær og sér um alla útgáfustarfsemi sjálft, heldur er þessi grasrótarfélagskapur að breytast í félagasamtök á næstu dögum.

Mér er það mikill heiður að hafa tekið þátt í þessu starfi sem gerir nýjum höfundum kleift að halda út á ritvöllinn og gefa út sína fyrstu smásögu. Ef það væri ekki fyrir fólk sem tryði á mig og félög sem þetta þá hefði ég eflaust ekki gefið út mínar tvær bækur með þá þriðju á rásmarkinu.

Ég er stoltur að eiga eina sögu í þessu smásagnasafni sem ber nafnið Hringrás. Við í Smásögum vonumst til að koma efninu fljótlega í prentun svo þið hafið eitthvað skemmtilegt að lesa í sumar.

Ég hvet að lokum alla sem hafa sögu í maganum að hafa samband við félagið, en það má sækja upplýsingar og efni á síðunni smasogur.com.