Umsátur í Eymundsson Kringlunni

Það var glatt á hjalla í Eymundsson Kringlunni þegar ég hélt útgáfuhóf í tilefni nýútkominnar glæpasögu UMSÁTUR.

Margt var um manninn og eru myndir af viðburðinum á DV.IS

Ég þakka öllum sem komu sem og lesendum mínum.

 

 

 

 

 

 

 

 

Útgáfuhóf 21. september

Í tilefni af útgáfu annarar glæpasögu minnar UMSÁTUR verður haldið útgáfuhóf í Eymundsson Kringlunni þann 21. september klukkan 17:30.

 

Lesið verður upp úr bókinni og léttar veitingar verða á boðstólum. Ég árita bækur sem verða á sérstökum útgáfuafslætti.

Hlakka til að sjá ykkur.

Umsátur farin í prentun

Það er undarleg tilfinning að sleppa tökunum á svona verkefni sem maður hefur verið með í höndunum í lengri tíma. Maður vill alltaf nostra lengur við, en tíminn er kominn.
Umsátur er farin í prentun og er væntanleg í september.

Ég verð að viðurkenna að ég er mjög spenntur.